Fara í efni
Fréttir

Vikulegt flug til Alicante út október

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Niceair tilkynnti í dag að flogið yrði vikulega frá Akureyri til Alicante á Spáni út október. Áður hafði verið auglýst að farið yrði til Alicante frá 11. apríl til 6. maí en Helgi Eysteinsson, markaðsstjóri Niceair segir að viðtökur hafi verið frábærar og því ákveðið að framlengja áætlunina.

„Alicante er mjög góð gátt inn í suður Spán þar sem Torrevieja, Benidorm og Valencia eru öll skammt frá,“ sagði Helgi þegar þessi nýi áfangastaður var kynntur í byrjun nóvember. „Við viljum meta hvernig viðtökurnar verða, en hvað sem öllu líður stefnum við að því að vera með vikulegt flug til sólarlanda frá Akureyri allan ársins hring. Hvort það verður Alicante áfram eða einhver annar staður verður metið út frá viðbrögðunum,“ segir hann þá.

Segir Alicante og Düsseldorf frábæra kosti