Fara í efni
Fréttir

„Þetta þykir mér verulega dapurt“

Ófögur sjón blasti við starfsmönnum Eyjafjarðarsveitar í morgun þegar þeir lögðu leið sína á fótboltavöllinn á Hrafnagili.

Ágúst Örn Víðisson segir frá því, á Facebook síðu íbúa Eyjafjarðarsveitar, að þrjú ár í röð hafi hann unnið hundruð klukkustunda í sjálfboðavinnu til þess að gera fótboltavöllinn á Hrafnagili nothæfan. „Núna eru 4 vikur í fyrsta leik sumarsins á vellinum og þetta er það sem blasti við starfsmönnum sveitarinnar í gærmorgun,“ skrifar hann með meðfylgjandi myndum.

„Ef einhver sá til, eða veit eitthvað um þetta mál má endilega senda mér skilaboð eða hringja í mig, 8570985,“ skrifar Ágúst Örn og bætir við: „Þetta þykir mér verulega dapurt.“