Sumaropnun hefst í dag í Hlíðarfjalli

Sumaropnun Hlíðarfjalls hefst í dag og stendur til 6. september. Mögulegt er að nýta lyfturnar í fjallinu til að koma sér upp í efstu hæðir, hvort sem notendur vilja njóta útsýnisins og ganga um fjallið eða nýta hjólagarðinn.
Fjarkinn verður í gangi þegar opið er í fjallinu, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort Fjallkonan verði keyrð í sumar. Á vef Hlíðarfjalls kemur fram að upplýsingar um það komi síðar. Í fyrra var Fjarkinn opinn í júlí og svo bættist Fjallkonan við í ágúst.
Í samráði við Hjólreiðafélag Akureyrar var ákveðið að breyta tímasetningum á því hvenær lyfturnar eru opnar. Opið verður þrisvar í viku:
- Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-20:30
- Laugardögum kl. 10-16
Auk þessara reglulegu tímasetninga verða þrjár helgar þar sem opið verður frá fimmtudegi til sunnudags.
- 17.-20. júlí (keppnishelgi í Enduro og fjallabruni)
- 31. júlí - 3. ágúst (verslunarmannahelgin)
- 28.-31. ágúst (keppnishelgi í fjallabruni)
Miðasala fer fram við Fjarkann, verðskrána má finna á vef Hlíðarfjalls og þar er einnig hægt að kaupa miða.