Fara í efni
Fréttir

Súlur Vertical – horfið á í beinni útsendingu

Veðrið á Akureyri er frábært. Þetta eru þeir sem hlaupa 28 kílómetra, rétt en lagt var af stað í morgun.

Fjallahlaupið Súlur Vertical stendur yfir og hægt er að horfa á hlaupið í beinni útsendingu á netinu; nokkrir eru á ferðinni með myndavélar og skipt er á milli hlaupa – frábært framtak hjá skipuleggjendum. Boðið er upp á þrjár vegalengdir; þeir sem fara 55 kílómetra fóru af stað klukkan 7 í morgun, klukkan 10 voru þeir ræstir sem hlaupa 28 km og klukkan 11 þeir sem fara 18 km.

Hér er hægt að fylgjast með hlaupinu í beinni útsendingu á netinu

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum og millitímum