Fara í efni
Fréttir

Súlan og Súlur – hvor er nú krúttlegri?

Súlur, þota Niceair, lendir á Akureyrarflugvelli í gær. Bæjarfjallið Súlur í fjarska. Axel Þórhallss…
Súlur, þota Niceair, lendir á Akureyrarflugvelli í gær. Bæjarfjallið Súlur í fjarska. Axel Þórhallsson tók þessa stórkostlegu mynd fyrir Akureyrarflugvöll.

Eintala eða fleirtala, Súlan eða Súlur?

„Þetta nafn gefur skemmtilegt sögulegt samhengi milli þessara flugvéla sem önnur ber þó í eintölu eftir fuglinum og hin í fleirtölu eftir bæjarfjalli Akureyrar,“ skrifaði Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri á Akureyri, á Facebook síðu sína í gær, þegar von var á þotu Niceair í fyrsta skipti „heim“ til Akureyrar. Þotunni var gefið nafnið Súlur á Akureyrarflugvelli í gær.

„Sú eldri (Súlan, Junkers Ju13) var önnur flugvélin sem tekin var í rekstur á Íslandi (Flugfélag Íslands nr 2, 1928), en hin (Súlur, Airbus A319) er væntanleg hingað í dag til að þjóna nýrri gátt inn í landið okkar í millilandaflugi, sem byrjar þ. 2. júní n.k. á vegum Niceair (North Iceland Airways),“ skrifaði Þorkell, og spurði í lokin: Hvor er nú krúttlegri? Því svarar að sjálfsögðu hver fyrir sig – en báðar eru fallegar og gríðarlega mikilvægar fyrir Akureyringa og aðra ferðalanga.

Súlan, fyrsta vél Flugfélags Íslands númer tvö, félagsins sem stofnað var 1928 en áður hafði félag með sama nafni verið stofnað 1919.