Fara í efni
Fréttir

Snorri boðar til fundar um kattaframboðið

Snorri Ásmundsson, listamaður og stofnandi Kattaframboðsins, boðar til baráttufundar og undirskriftasöfnunar hjá framboðinu í dag. Fundurinn hefst klukkan 17.15 í Ketilkaffi í Listasafninu á Akureyri.

„Umræða og kynning á helstu stefnumálum Kattaframboðsins og undirskriftasöfnun með framboðslista Kattaframboðsins,“ segir í tilkynningu. Snorri stofnaði til framboðsins, með sveitarstjórnarkosningarnar í maí í huga, eftir að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti að banna lausagöngu katta í sveitarfélaginu fram og með 1. janúar 2025.