Fara í efni
Fréttir

Sigurður les eigin ljóð í Davíðshúsi á morgun

Sigurður Ingólfsson skáld kynnir nýjustu ljóðabók sína, Mold, í Davíðshúsi á morgun, laugardag.

Sigurður hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur frá því fyrsta bókin hans kom út árið 1986 ásamt því að þýða franskar bókmenntir. Nýjasta verkið, Mold, kom út í lok síðasta árs. Í henni er tekist á við tilvistarlegar spurningar frá vöggu til grafar. Á morgun flytur Sigurður ljóð úr Mold, einnig úr eldri verkum og úr komandi ljóðabók.

Viðburðurinn í Davíðshúsi á morgun hefst kl. 15.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Í tilkynningu frá Minjasafninu er þess getið að safnapassinn sé á tilboði í febrúar og kosti þá 2.000 krónur. Hann gildir allt árið á Minjasafnið, Nonnahús, Davíðshús, Leikfangahúsið og Gamla bæinn á Laufási.

Viðburðir á næstunni í Davíðshúsi:

  • 2. mars - Kristján frá Djúpalæk kveður sér hljóðs í tali og tónum - Kristín Heimisdóttir & Sigurður J. Jónsson
  • 14. mars - Takk fyrir að vera mannleg - Sigríður Soffía Níelsdóttir