Fara í efni
Fréttir

Rafiðnaðarsambandið semur við Niceair

Finnur Víkingsson, fulltrúi Rafiðnaðarsambands Íslands, og Sveinn Elías Jónsson, fjármálastjóri Niceair, handsala samninginn.

Niceair hefur samið við Rafiðnaðarsamand Íslands (RSÍ) um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sambandsins.

Um er að ræða eins samning og Niceair hefur gert við önnur stéttarfélög á svæðinu; félagsmönnum RSÍ gefst kostur á að kaupa allt að fjögur gjafabréf á ári að andvirði 32.000 krónur hvert, en greiða 22.000 fyrir hvert og eitt.

„Þarna er í boði góður afsláttur frá Niceair ásamt því að Rafiðnaðarsambandið niðurgreiðir að auki hluta af þessum afslætti til sinna félagsmanna. Frábært samstarf sem kemur öllum félagsmönnum RSÍ til góða,“ segir í tilkynningu.