Fara í efni
Fréttir

Opið hús í MA á morgun fyrir 9. og 10. bekkinga

Opið hús í MA á morgun fyrir 9. og 10. bekkinga

Opið hús verður á morgun í Menntaskólanum á Akureyri, frá klukkan 16:30 til 17:30, fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðafólk. Einnig eru nemendur 9. bekkjar boðnir velkomnir til að kynna sér hraðlínu.

Í tilkynningu frá skólanum segir:

„Fólki gefst kostur á því að kynna sér skólann, námið, þjónustuna, heimavistina og félagslífið. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans taka vel á móti gestum og svara spurningum um allt sem snertir skólann og námið.

  • Almenn kynning í Kvosinni
  • Tónlistaratriði frá nemendum
  • Vöfflukaffi
  • Ratleikur

Allar upplýsingar má finna á www.ma.is og á Facebook síðu skólans. Opið er fyrir umsóknir í framhaldsskóla til 10. júní á www.menntagatt.is. Umsóknir um hraðlínu fara í gegnum www.ma.is.“