Fara í efni
Fréttir

Öndvegis Súlurnar okkar – MYNDIR

Skemmtileg stemning var við endamarkið í göngugötunni og að sjálfsögðu tóku margir mynd þegar vinir og ættingjar luku keppni - myndir sem gaman var að skoða. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjallahlaupið Súlur Vertical sem fram fór á Akureyri í gær þótti takast afar vel. Á fimmta hundrað manns tók þátt, sem er met, og keppt var í þremur vegalengdum, 55, 28 og 18 km. Rannveig Oddsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson sigruðu í lengstu vegalengdinni eins og Akureyri.net greindi frá í gær. Stemningin var góð, bæði víða á leiðinni og í miðbænum þar sem fjöldi fólks var saman kominn og tók vel á móti hlaupurunum.

Þorbergur Ingi og Rannveig sigruðu