Fréttir
Ólafur Gísli Hilmarsson – minningar
30.04.2025 kl. 12:45

Útför Ólafs Gísla Hilmarssonar, viðskiptastjóra hjá Pennanum húsgögnum, verður frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, miðvikudaginn 30. apríl, kl. 13.00. Ólafur fæddist á Akureyri 12. febrúar 1967. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Hilmar Henry Gíslason. Alsystkini Ólafs Gísla eru Þorvaldur Kristinn og Kristín. Hálfsystir hans, dóttir Hilmars, er Guðveig Jóna.
Eiginkona Ólafs Gísla er Eva Sif Heimisdóttir. Börn þeirra eru Alma Karen Knútsdóttir, Daníel Þór Knútsson, Eva Kristín og Emma Guðrún.
Ólafur Gísli Hilmarsson – lífshlaupið
Eftirtalin skrifa minningargrein um Ólaf Gísla á Akureyri.net í dag. Smellið á nöfn höfunda til að lesa grein.