Fara í efni
Fréttir

Niceair þotan Súlur kemur „heim“ – MYNDIR

Slökkviliðsbílar Isavia á Akureyrarflugvelli tóku vel á móti Súlum! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Airbus 319 farþegaþota Niceair kom til Akureyrar í fyrsta skipti laust eftir hádegi í dag, í sól og blíðu. Fjöldi fólks kom saman á Akureyrarflugvelli til þess að fagna þessum merka áfanga. Vélinni var gefið nafnið Súlur, eftir bæjarfjalli Akureyringar. Eliza Reid forsetafrú sá um að gefa þotunni nafn.

Fyrsta áætlunarflug Niceair verður frá Akureyri á fimmtudagsmorgun þegar Súlur fara til Kaupmannahafnar. Síðan verður farið til London á laugardaginn, aftur til Kaupmannahafar á sunnudaginn, London á mánudag og loks til Tenerife á miðvikudag.