Fara í efni
Fréttir

Niceair hefur enn ekki fengið skýringar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Forsvarsmenn Niceair hafa ekki fengið fullnægjandi skýringar á því hvers vegna þota á vegum félagsins fékk ekki að fljúga með farþega frá Stansted flugvelli í London í gær, föstudag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, staðfesti það í samtali við Akureyri.net í kvöld.

Eftir að efasemdir komu upp á Stansted flugvelli um leyfismál, eins og það var orðað í gær, ákváðu forráðamenn Niceair að bóka farþega sína í flug til Keflavíkur með öðru félagi, þota Niceair flaug þangað líka og síðan með farþegana frá Keflavík til Akureyrar.

Þorvaldur segir að vandræðin virðist tengjast Brexit, útöngu Breta úr Evrópusambandinu, en vonast er til að viðhlítandi útskýringar fáist á morgun, sunnudag. Næsta flug Niceair frá Akureyri til London er ráðgert á mánudag.