Fara í efni
Fréttir

Mikið svifryk í dag – börnum haldið inni

Skjáskot af frétt RÚV
Skjáskot af frétt RÚV

Mikið svifryk lá yfir Akureyrarbæ í dag og leikskólabörnum var haldið inni vegna mengunarinnar. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir að níu sinnum í nóvember hafi svifryk á Akureyri mælst rautt á loftgæðamæli Umhverfisstofnunar. Rauði liturinn stendur fyrir óhollt – sem er verst á mælikvarðanum.

„Hitinn á Akureyri í dag hefur verið um og undir frostmarki, göturnar auðar, þurrar og algert logn. Þó veðrið sé ágætt til útivistar er þó ekki mælt með því að fólk stundi líkamsrækt utandyra í bænum í dag, þar sem svifryk er svo mikið að fólk gæti fundið til óþæginda í öndunarfærum,“ segir á frétt RÚV.

Klukkan þrjú í dag sýndi loftgæðamælirinn við Strandgötu 164 míkrógrömm svifryksagna í hverjum rúmmetra af andrúmslofti, en loftgæði teljast góð þegar sú tala er undir fimmtíu.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV.

Hér er hlekkur á loftgæðamæli Umhverfisstofnunar.

Síðdegis í dag sýndi mælirinn við Strandgötu að andrúmsloftið á Akureyri væri óhollt fyrir viðkvæma en fyrr um daginn var það óhollt.