Fara í efni
Fréttir

Líkanið mun standa á gamalli hurð úr Húna!

Sigfús Ólafur Helgason, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, Þorsteinn Pétursson Húnavinur og Elvar Þór Antonsson líkanasmiður með hurðina góðu sem var í Húna þegar hann var sjósettur 1963. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Elvar Þór Antonsson á Dalvík hefur tekið að sér að smíða líkan af Húna II, eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag. Líkanið verður afhjúpað um borð í skipinu 22. júní á næsta ári þegar nákvæmlega 60 ár verða liðin síðan Húni II var sjósettur. 

Svo skemmtilega vill til að hurð sem upphaflega var bakborðsmegin í stýrishúsi Húna II hefur varðveist og var notuð sem skrifborð í dag þegar Sigfús Ólafur Helgason, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, og Elvar Þór, skrifuðu undir samning um smíði líkansins. Hurðinni var komið fyrir framan við Watnehúsið steinsnar frá Iðnaðarsafninu á Krókeyri.

Ekki nóg með það heldur verður hurðin nýtt áfram því líkanið af Húna II mun hvíla á henni þegar það verður til sýnis. Hurðin varð fyrir skemmdum á sínum tíma og Þorsteinn Pétursson og félagar í Hollvinafélagi Húna létu smíða nýja hurð eftir að skipið kom til Akureyrar. Þeir voru svo forsjálir að varðveita þá gömlu, sem mun nú koma að góðum notum.

Líkan afhjúpað á 60 ára afmæli Húna II