Fara í efni
Fréttir

Leki í Sunnuhlíð tefur flutning heilsugæslu

Tafir verða á flutningi Heilsugæslustöðvarinnar í nýtt húsnæði vegna leka sem kom upp um áramótin. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Flutningur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri í nýtt húsnæði í Sunnuhlíð tefst eitthvað vegna leka sem kom upp um áramótin.

Áformað var að Heilsugæslustöðin flyttist úr gamla húsnæðinu í miðbænum í nýtt húsnæði í Sunnuhlíð í lok janúar, en líklegt að flutningar gætu tafist um þrjár vikur vegna lekans. Þetta staðfestir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Lekinn kom upp í hlákunni um áramótin og er unnið að lagfæringum, en tafir gætu orðið allt að þremur vikum.

Heilsugæslustöðin flytur í húsnæði sem er að hluta ný viðbygging norðan við gömlu verslunarmiðstöðina og að hluta í breyttu húsnæði verslunarmiðstöðvarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð. Vegna misskilnings blaðamanns stóð upphaflega að lekinn væri í nýbyggingunni, en svo mun ekki vera. Beðist er velvirðingar á þessu.