Fara í efni
Fréttir

KA-menn hefja leik í kvöld – er spáð 6. sæti

Jón Heiðar Sigurðsson, hér í sigurleik gegn Haukum síðasta vetur, fór hamförum í bikarleik gegn Stjö…
Jón Heiðar Sigurðsson, hér í sigurleik gegn Haukum síðasta vetur, fór hamförum í bikarleik gegn Stjörnunni á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-mönnum, sem hefja leik í Olís deild karla í handbolta í kvöld, er spáð 6. sæti deildarinnar. Sú er niðurstaða árlegs samkvæmisleiks fyrirliða og forráðamanna liða deildarinnar, sem jafnan setjast niður á þessum árstíma og spá í spilin.

Haukar verða deildarmeistarar samkvæmt nefndri spá, eftir æsilega keppni við Val, og niðurstaðan var sú sama í könnun sem handboltavefur Íslands, handbolti.is, gerði á meðal hóps valinkunnra handboltaáhugamanna.

Niðurstaða úr spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild karla, sem kynnt var á blaðamannafundi í gær, er þessi:

Olísdeild karla:

Valur .................... 348 stig
Haukar................ 333 stig
ÍBV ........................ 273 stig
FH ......................... 258 stig
Stjarnan ............ 246 stig
KA .......................... 209 stig
Afturelding ...... 189 stig
Selfoss ................. 187 stig
Fram ..................... 131 stig
Grótta ..................  99 stig
HK ..........................  57 stig
Víkingur .............  46 stig

Fyrsti leikur KA í deildinni er í kvöld, sem fyrr segir; KA mætir HK klukkan 18.00 í Kórnum í Kópavogi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Ýmsar handboltafréttir hér á handbolti.is