Fara í efni
Fréttir

Hvað kostar áætlun vegna umferðaröryggis?

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að framkvæmd verði verðkönnun vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar Akureyrarbæjar í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga. Lögð voru fram drög að verðfyrirspurn á fundi ráðsins síðustu viku.

Reglulega hefur komið fram gagnrýni á það að ekki sé til eiginleg umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyrarbæ, meðal annars í bókun bæjarfulltrúa S-lista, Hildu Jönu Gísladóttur, í tengslum við umfjöllun um umferðaröryggi í Austursíðu fyrir nokkru. Þá kom einnig fram hörð gagnrýni í viðtali sem Akureyri.net átti við Aðalstein Svan Hjelm snemma árs 2023.