Fara í efni
Fréttir

Heba Ásgrímsdóttir – minningar

Heba Ásgrímsdóttir, ljósmóðir, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag.

Heba fæddist á Akureyri 10. febrúar 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. nóvember síðastliðinn. Heba var dóttur hjónanna Ásgríms Garibaldasonar og Þórhildar Jónsdóttur.

Eiginmaður Hebu er Hallgrímur Skaptason, skipasmiður, fæddur 23. desember 1937.

Heba var ljósmóðir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í tæp 50 ár. Þá starfaði hún árum saman á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og í mæðraeftirlitinu, og á Heilsugæslustöðinni á Akureyri eftir að hvort tveggja færðist þangað.

Heba Ásgrímsdóttir – lífshlaupið

Minningargreinar um Hebu á Akureyri.net í dag:

Starfsfólk fæðingadeildar Sjúkrahússins á Akureyri

Reynir Eiríksson

Heba Karítas, Birgir Orri og Valur Darri Ásgrímsbörn

Heba Þórhildur Stefánsdóttir

Sigurður Kristinsson

Skapti Hallgrímsson

Útför Hebu hefst klukkan 13.00. Allir eru velkomnir en vegna sóttvarna þarf að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr Covid-hraðprófi við innganginn í kirkjuna. Prófið má ekki vera eldra en 48 klukkustunda. Heimapróf eru ekki tekin gild. Grímuskylda er í kirkjunni.

Streymt verður frá athöfninni á Facebook síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar