Fara í efni
Fréttir

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Atkvæði talin í kjöri forseta bæjarstjórnar í dag; Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir,
Halla Björk Reynisdóttir og Ásthildur Sturludóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarstjórn Akureyrar fundaði í dag í fyrsta skipti eftir kosningarnar 14. maí. Einungis voru ýmiskonar formlegheit á dagskrá.

Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn forseti bæjarstjórnar, eins og Akureyri.net hafði áður greint frá, kosið var í bæjarráð og fastanefndir.

Í bæjarráði eru Halla Björk Reynisdóttir,  Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir. Áheyrnarfulltrúar eru Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Brynjólfur Ingvarsson. Halla Björk verður formaður bæjarráðs til áramóta en þá tekur Gunnar Líndal Sigurðsson við.

Varamenn í bæjarráði: Gunnar Líndal Sigurðsson til 1. janúar 2023, eftir það Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Inga Dís Sigurðardóttir, Gunnar Màr Gunnarsson og Sindri Kristjánsson. Varaáheyrnarfulltrúar eru Málfríður Stefanía Þórðardóttir og Ásrún Ýr Gestsdóttir.

Ný bæjarstjórn áður en fyrsti fundurinn hófst. Frá vinstri: Brynjólfur Ingvarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Heimir Örn Árnason, Halla Björk Reynisdóttir, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, Hlynur Jóhannsson, Andri Teitsson (varamaður Huldu Elmu Eysteinsdóttur), Gunnar Líndal Sigurðsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson