Fara í efni
Fréttir

Fundur Morgunblaðsins og mbl.is með Katrínu

Mynd af mbl.is

Morgunblaðið og mbl.is hafa haldið forsetafundi í þremur landsfjórðungum undanfarið og sá fjórði og síðasti verður á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Þar situr Katrín Jakobsdóttir fyrir svörum, auk þess sem kynnt verður ný skoðanakönnun sem kemur út í dag.

Fundurinn á Græna hattinum hefst klukk­an 19.30 og eru all­ir Ak­ur­eyr­ing­ar og nærsveit­ung­ar vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir. „Fund­irn­ir hafa hingað til verið mjög fjöl­sótt­ir og er fólk hvatt til að mæta tím­an­lega,“ segir í frétt á mbl.is.

„Tveir álits­gjaf­ar verða fengn­ir í upp­hafi fund­ar til að rýna í glæ­nýja skoðana­könn­un Pró­sents sem kem­ur út [í dag] og svo munu blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son spyrja Katrínu spurn­inga um for­seta­embættið.“

Í kjöl­far þess verður opnað fyr­ir spurn­ing­ar úr sal frá fund­ar­gest­um.

„Þegar hef­ur Morg­un­blaðið haldið for­seta­fundi á Ísaf­irði, Eg­ils­stöðum og Sel­fossi og verður þetta því síðasti lands­fjórðung­ur­inn sem Morg­un­blaðið og mbl.is eiga eft­ir að sækja heim til þess að halda for­seta­fund.“