Fara í efni
Fréttir

Fimm saman á fundi á Græna hattinum

Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason halda sameiginlegan framboðsfund á Græna hattinum í kvöld kl. 20. 

Þrjú af þessum fimm, Ásdís Rán, Ástþór og Steinunn Ólína, hafa tekið sig saman og leggja land undir fót, bruna saman norður í land og hitta þar fyrir þau Helgu og Viktor á Græna hattinum. Steinunn Ólína lofar að það verði gaman, en búast má við að eitthvað verði hægt að fylgjast með ferðalagi þremenninganna norður í beinni á samfélagsmiðlum þeirra.