Fara í efni
Fréttir

„Fólk tekur okkur alltaf mjög vel“

Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri og Bjarni Jónasson, fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar á Glerártorgi í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

„Þetta hefur gengið afskaplega vel,“ sagði Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður Hollvinastamtaka Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), við Akureyri.net á Glerártorgi í dag. „Fólk tekur okkur alltaf mjög vel og margir hafa skráð sig í samtökin.“

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólk stofnunarinnar stóðu fyrir hátíð á Glerártorgi í dag þar sem stjórnarmenn samtakanna sögðu frá starfsemi þeirra og skráðu nýja félaga. Þá var boðið upp á mælingu á blóðþrýstingi, súrefnismettun og púlsi.

Hollvinasamtökin safna nú fyrir hryggsjá á skurðstofu SAk, tæki sem kostar 40 milljónir króna og mun gera skurðlæknum kleift að framkvæma flóknari bakaðgerðir en hingað til og af meira öryggi. Þetta er metnaðarfyllsta verkefni samtakanna hingað til að Jóhannesar formanns.

Þrír læknar og einn að auki - eða öfugt! Frá vinstri: Bragi Bergmann, Bjarki Karlsson, Guðný Sverrisdóttir og Kristín Sigfúsdóttir. Bjarki er bæklunarskurðlæknir á SAk en þremenningarnar í sloppunum eru í stjórn Hollvinasamtakanna stofnunarinnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson