Fara í efni
Fréttir

Endurgerð verks Margeirs – MYNDIR

Halla Stefánsdóttir, móðir Margeirs heitins, listamaðurinn Örn Tönsberg, Sigurður Gestsson, faðir Ma…
Halla Stefánsdóttir, móðir Margeirs heitins, listamaðurinn Örn Tönsberg, Sigurður Gestsson, faðir Margeirs, og Antonía Sigurðardóttir, systir Margeirs. Mynd frá miðjum laugardegi, þegar endurgerð listaverksins stóð sem hæst. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Áberandi vegglistaverk eftir Margeir heitinn Sigurðarson – listamanninn Dire – er á austurgafli Kaupvangsstrætis 6, þar sem veitingastaðurinn Rub 23 er nú til húsa; í portinu við gömlu höfuðstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga. Verkið gerði Margeir, sem lést 2019, á Akureyrarvöku 2014. Það hafði mjög látið á sjá en Örn Tönsberg vinur Margeirs, sem vann að nokkrum listaverkum með honum á Akureyrarvökunni 2014, endurgerði verkið á laugardaginn í samstarfi við Finn Fjölnisson, málarameistara, og Birgi Stefánsson.

Fjöldi fólks fylgdist með þeim Erni að störfum, en þeir hófust handa upp úr hádegi, og falleg stemning var á staðnum um kvöldið þegar verkefninu lauk; kveikt á kertum við verkið og myndbandi, sem tekið var upp þegar Margeir gerði verkið á sínum tíma, var varpað á gafl hússins austan megin í portinu.

KEA er eigandi hússins Kaupvangsstrætis 6 en verkið prýðir gafl þess. KEA, Slippfélagið og Akureyrarstofa styrktu endurgerð verksins.

Unnið er að endurgerð annars verks Margeirs, steinsnar frá hinu, en því er ekki að fullu lokið. Það má sjá í meðfylgjandi myndasyrpu.

Fyrri fréttir Akureyri.net um listaverkið:

Andlitsmynd Margeirs og strætóskýlið að Prikinu

Væri vel til fundið að vernda verk Margeirs

Frábær hugmynd að varðveita listaverkið

Stjórn Akureyrarstofu vill varðveita verkið

Verk Margeirs verður endurgert í sumar

Örn og Finnur endurgera verk Margeirs Dire