Fara í efni
Fréttir

Breytingar á flokkun sorps væntanlegar

Akureyrarbær hefur birt áskorun til íbúanna á vef sínum undir yfirskriftinni Gerum enn betur í flokkun úrgangs þar sem bent er á að kominn sé tími til að gera enn betur í endurvinnslu og flokkun og með öðrum hætti en gert hefur verið hingað til, en um leið tekið fram að sveitarfélagið hafi verið í forystu hérlendis í þessum efnum. Nýleg þjónustukönnun sveitarfélaga sýndi að um 85% íbúa Akureyrar séu ánægð eða mjög ánægð með þjónustu varðandi flokkun og sorphirðu frá heimilum.

Áskorunin sem um ræðir er að á komandi ári verði næstu skref í flokkun úrgangs innleidd á Akureyri í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi í upphafi árs 2023. Lögin kveða á um að nú skuli safna fjórum flokkum úrgangs við hvert heimili í stað tveggja áður.

Þessu fylgir að val íbúa eykst þegar kemur að því hvaða ílát eru við hverja íbúð og einnig hvernig íbúar fleiri en einnar íbúðar geti sameinast um notkun á ílátum,segir meðal annars í fréttinni á vef bæjarins.

Þar er einnig farið yfir framkvæmd þessara breytinga:

Öllum núverandi tunnum verður skipt út og áætlað er að útskiptin standi yfir frá apríl til júní 2024. Leitast verður við að íbúar finni sem minnst fyrir breytingunum og sett er í algjöran forgang að röskun á daglegum venjum þeirra verði óveruleg.

Á hverju heimili verður fjórum úrgangsflokkum safnað:

Urðun á blönduðum úrgangi

Einn þáttur í bættri flokkun er að draga sem allra mest úr urðun úrgangs en því miður verður blandaður úrgangur áfram urðaður. Með þetta í huga er mikilvægt að flokka lífrænan úrgang, pappír og plast í rétt ílát. Dæmi um blandaðan úrgang er dömubindi, blautklútar, bleiur, ryksugupokar, sígarettustubbar og úrgangur frá gæludýrum.

Sérbýli

Svokallað grunnmengi íláta, sem í eru tvær tvískiptar tunnur, verður við hvert sérbýli, þ.e. einbýli, parhús og sum raðhús.
Hafið í huga að þessa tvær tunnur ættu að passa í öll stöðluð tunnugerði.
Tunnurnar eru 240 lítra tvískipt tunna fyrir matarleifar og blandaðan úrgang, og 360 lítra tvískipt tunna fyrir pappír og plast.
Tvískiptri tunnu er alltaf skipt jafnt til helminga fyrir þá úrgangsflokka sem í hana fara.

Fjölbýli

Fjölbýlishús sem eru allt frá tveggja íbúða húsum upp í kubbahús, raðhús og blokkir þurfa mjög mismunandi margar eða stórar tunnur, ker eða gáma.

Mikilvægt er að íbúar og oft húsfélög skoði vel þá valmöguleika sem í boði eru og geta oft sameinist um notkun á ílátum og þannig haldið kostnaði í lágmarki og ekki síður sjónrænum áhrifum færri íláta.

Þegar íbúðir sameinast um notkun á ílátum verður talað um þyrpingar íbúða og hin sameiginlegu ílát kölluð fjargámar.

Dæmi um sameiginleg ílát fyrir 2 til 20+ íbúðir í fjölbýli.

Fyrir 8 til 10 íbúðir:

Fyrir 3-4 íbúðir:

Fyrir 2 íbúðir:



Fjargámar – Þyrpingar íbúða fjölbýlishúsa um samnýtingu á stærri ílátum

Í mörgum stökum blokkum samnýta íbúðir undantekningalaust stærri ílát og í öðrum fjölbýlishúsum getur einnig verið skynsamlegt að hafa sama háttinn á. Í báðum tilfellum verður að stofna þyrpingu um fjargáma. Þegar fleiri en eitt hús standa saman á einni lóð, eins og mörg dæmi erum um á Akureyri, er einnig auðvelt að mynda þyrpingu um fjargáma sem standa þá einnig á hinni sameiginlegu lóð og einfaldar söfnun úrgangs. Fjargámar fjölbýlishúsa munu alltaf standa innan lóðar viðkomandi húsa.

Hvað svo?

Ítarlegar upplýsingar varðandi innleiðingu og fyrirkomulag hirðu úrgangs frá heimilum verður innan skamms kynnt með ítarlegum hætti.

Þar verður til að mynda að finna:

  • Ítarlegur „spurt og svarað“ listi um hirðu við heimili (sorphirðudagatal)
  • Upplýsingar um hvert íbúar skulu snúa sér með spurningar og til að fá almenna aðstoð
  • Tímasetning innleiðingar – Hvenær fæ ég ný ílát?
  • Valmöguleikar íbúa til að skipta út ílátum og velja ílát miðað við þarfir
  • Listi yfir ílát sem í boði verða og stærð þeirra
  • Aðgengi að reiknivél þar sem íbúar geta skoða hagræði af stofnun þyrpinga um fjargáma
  • Hvernig stofnun þyrpinga um fjargáma fer fram
  • Möguleikar varðandi djúpgáma
  • Breytt fyrirkomulag grenndargáma
  • Breytt fyrirkomulag gámasvæðis (safnsvæði)
  • Og margt, margt fleira.