Fara í efni
Fréttir

Anna Soffía tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir á efsta palli á Íslandsmeistaramótinu. Mynd af vef KA.

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á Íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði í öllum glímum á ippon, fullnaðarsigri. Alls hefur Anna Soffía 19 sinnum orðið Íslandsmeistari í greininni. Þetta kemur fram á vef KA.

Fleiri KA-menn tóku þátt í mótinu: Bernika Bernat lenti í öðru sæti í sínum þyngdaflokki, Gylfi Rúnar Edduson og Hekla Dís Pálsdóttir urðu þriðja sæti í sínum þyngdaflokkum, og Hekla varð einnig í þriðja sæti í opnum flokki kvenna.