Fara í efni
Fréttir

Ámælisvert að láta svæði drabbast niður

Jón Ingi Cæsarsson, fyrrverandi formaður Skipulagsnefndar Akureyrar, er mikill áhugamaður um skipulagsmál, ekki síst á Oddeyri, þar sem hann er búsettur. Í grein sem hann sendi Akureyri.net og birtist í dag beinir hann sjónum að tveimur götum, Lundargötu og syðsta hluta Norðurgötu, og segir stöðu mála þar áhyggjuefni.

Margar lóðir hafa staðið auðar á svæðinu lengi, sumar í áratugi, segir Jón Ingi. „Tómlæti og aðgerðarleysi er engum til sóma og ámælisvert að láta svæði í íbúðabyggð drabbast niður með þessum hætti,“ segir hann. 

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga.