Fara í efni
Umræðan

Oddeyrin - uppbygging til framtíðar

Eins og flestum er kunnugt er ástand húsa á Eyrinni í misjöfnu ástandi. Mjög margir halda húsum sínum við, hafa metnað fyrir snyrtilegum lóðum og nokkur hús hafa þegar verið gerð upp nánast frá grunni.

Í þessu pistli ætla ég að beina sjónum að tveimur götum þar sem staða mála er áhyggjuefni þó svo nú alveg nýlega megi sjá að eitthvað sé að gerast. Um er að ræða Lundargötu og syðsta hluta Norðurgötu. Þar hafa margar lóðir staðið auðar í langan tíma, sumar í áratugi. Lundargatan er sérlega slæmt dæmi um stöðu mála á Eyrinni okkar. Við Lundargötu hafa hús horfið, þau hafa brunnið og verið rifin af öðrum orsökum. Við þessa stuttu en merku götu stóðu einu sinni 17 hús, búið í þeim öllum og sumstaðar var tvíbýli og jafnvel þríbýli. Staða mála er að við götuna standa nú 11 hús þar af eitt endurbyggt eftir eldsvoða. Búið er í níu húsum þar í dag, tvö standa auð og auðar lóðir eru fjórar og hafa sumar verið það mjög lengi. Sumar lóðirnar eru í döpru ástandi og sama má segja um lóðir við auðu húsin.

Sama má segja um syðsta hluta Norðurgötu, sunnan Gránufélagsgötu, áður fyrr voru þarna átta hús. Í dag eru þarna fjögur hús í notkun. Auðar lóðir eru fjórar og þrjár þeirra hafa verið auðar í áratugi.

Eins og sjá má á þessar upptalningu ætti bæjaryfirvöldum að vera það fullljóst að þarna er full þörf að skipulagningu og uppbyggingu. Sumar af þessum auðu lóðum eru mjög slæmri umhirðu og hverfinu til vansa. Væntanlega ber bærinn ábyrgð á að taka þar til og halda ástandinu viðunandi. Ef til vill eru einhverjir sem bera ábyrgð á þessu aðrir en það fríar Akureyrarbæ ekki af því að standa í stykkinu.

Tómlæti og aðgerðarleysi er engum til sóma og ámælisvert að láta svæði í íbúðabyggð drabbast niður með þessum hætti. Stutt er fyrir bæjarfulltrúa að fara eftir bæjarstjórnarfundi í Hofi og kíkja á stöðuna.

Þó má ekki sleppa því að láta þess getið að í nýjustu fasteignaauglýsingum í Dagskránni er boðuð uppbygging á svæðinu, til stendur að endurreisa Lundargötu 13 í sömu mynd og áður var en það hús er því miður gjörónýtt og ekki viðbjargandi. Vonandi gengur þetta eftir og verður jafnframt hvatning til að halda endureisn þarna áfram í sama hátt.

Auðu lóðirnar bíða.

Jón Ingi Cæsarsson er íbúi á Oddeyri og fyrrverandi formaður Skipulagsnefndar Akureyrar.

 

 

Áhugaleysi Vegagerðarinnar

Guðmar Gísli Þrastarson skrifar
05. júní 2023 | kl. 11:45

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00