Fara í efni
Fréttir

Akureyri.net í öðrum fjölmiðlum undanfarið

Skjáskot af vef RÚV

Í gær voru tvö ár síðan Skapti Hallgrímsson hóf rekstur eigin frétta- og mannlífsmiðils þegar hann endurvakti Akureyri.net. Lestur á vefnum hefur aukist jafnt og þétt og ekki er ofsagt að hann hafi verið gríðarlegur undanfarið.

Velgengnin hefur vakið athygli og ritstjórinn verið í viðtölum hér og þar í tilefni tímamótanna eins og sjá má hér að neðan, þar sem tenglar eru á umfjöllun annarra miðla. Hægt er að lesa og/eða hlusta með því að smella á rauðu línurnar.

  • Í september lásu 53.255 Akureyri.net og í október voru lesendur 52.289 – og rétt að taka fram að þá er hver einstaklingur (IP tala) aðeins talinn einu sinni óháð því hve oft viðkomandi las miðilinn. Lang flestir koma vitaskuld marg oft inn á Akureyri.net í hverjum mánuði.
  • Íbúar Akureyrar eru um 19.000 þannig að tölfræðin sýnir svart á hvítu að fjölmargir búsettir annars staðar lesa vefinn.
  • Flettingar voru um 1,1 milljón bæði í september og október.
  • Heimsóknir voru að meðaltali 6.295 á dag í september en 6.213 í október.
  • Það sem af er nóvember eru heimsóknir á Akureyri.net liðlega 7.000 að meðaltali á dag!

Sögur af landi á Rás 1 Ríkisútvarpsins

Fréttir vikunnar í Föstudagsþættinum á N4

10 bestu

Viðtal við Skapta í Morgunblaðinu

Skjáskot af mbl.is