Fara í efni
Sverrir Páll

Segir breytingar hjá Akureyrarbæ vera fúsk

Mynd af síðu Félagsmiðstöðva Akureyrar - FÉLAK á vef sveitarfélagsins.

Enn er deilt um breytingar á skipulagi forvarnar- og frístundamála hjá Akureyrarbæ, sem nýlega voru kynntar.

Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðingur, ritar grein um málið í dag og segir frá nýlegum samstöðufundi SAMFÉS, samtaka félagsmiðstöðva, Félags fagfólks í frítímaþjónustu og FÍÆT, Félag íþrótta- æskulýðs og tómstundafulltrúa sveitarfélaga.

Árni segir: „Á fundinum kom berlega í ljós að það er alveg sama hvar borið er niður í fag- og fræðaumhverfinu og meðal ungmenna á Akureyri og örugglega mun víðar, breytt skipulag í æskulýðsmálum hjá Akureyrarbæ er fúsk.“

Hann segir að í raun sé verið að leggja niður eiginlegt starf félagsmiðstöðva og það sett inn sem stoðþjónusta í formlegu skólastarfi.

Grein Árna: Verulegt rými til framfara

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00