Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

SAk sendir út ákall vegna Kristness

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) birti í dag ákall til hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinema og sjúkraliða í þeirri von að fá starfsfólk í dag- og vaktavinnu á endurhæfingardeild SAk í Kristnesi. Ákveðið var í haust, vegna manneklu, að frá áramótum yrði deildin aðeins opin fimm virka daga vikunnar en lokuð um helgar en sú ákvörðun féll vægast sagt í grýttan jarðveg eins og akureyri.net hefur fjallað ítarlega um.
 
Eftirfarandi tilkynning birtist í dag á vef Sjúkrahússins á Akureyri:
 
SAk sendir út ákall til að manna endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu á Kristnesi
 
Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri til lengri tíma og mönnun heilbrigðisstarfsfólks verið mikil áskorun. Á haustdögum var sú ákvörðun tekin að loka 7 daga deild á endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu þar sem ekki hafði tekist að ná ásættanlegri mönnun. Stjórnendum og starfsfólki endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu SAk er umhugað um þjónustuna sem þar er veitt og hafa mikinn metnað til þess að tryggja sem besta þjónustu fyrir þann breiða hóp sem þarfnast sérhæfðrar þverfaglegrar endurhæfingarþjónustu.
 
Það hefur því verið ákveðið að reyna til hlítar að auka mönnun svo halda megi opnum rýmum til 7 daga endurhæfingar og senda ákall til samfélagsins, auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum, hjúkrunarfræðinemum og sjúkraliðum í dagvinnu og vaktavinnu, auk þess að auglýsa eftir starfsfólki í tímavinnu. Við hvetjum fólk til þess að deila auglýsingunum svo við náum til sem flestra.
 
Áfram verður unnið með þau úrræði og lausnir sem lagðar voru til á bráðalegudeildum á haustmánuðum þ.e. að klára að manna þverfaglegt endurhæfingarteymi , hefja þverfaglega endurhæfingu fyrr, áframhald á verkefninu um virkan spítala, sem og að efla enn frekar samstarf við Grensás, Heilsuvernd og aðrar heilbrigðisstofnanir.
 
Verði niðurstaða þessa ákalls sú að ekki náist ásættanleg mönnun er óhjákvæmilegt að rýna þurfi að nýju í starfsemina og forgangsraða.
 
Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins bendir á mikilvægi þess að settur sé fullur kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila á Akureyri í ljósi mikils skorts á hjúkrunarrýmum og áhrifa þess á starfsemi sjúkrahússins. Einnig er mikilvægt að tryggja öfluga þjónustu í heimahúsi og úrræði til þess að viðhalda færni og búsetu, bæði á vegum heilbrigðis-, félagsmálakerfisins og sveitarfélaga með það að leiðarljósi að efla þjónustukeðjuna í heild sinni. 

 

  • Fyrri umfjöllun akureyri.net:

Faglegt mat að afstýra verði lokun Kristness um helgar

Kristnes: Starfsfólk vantar í 8 stöðugild

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30