Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Niceair 2.0 stígur varlega til jarðar

Þjóðverjinn Martin Michael í Flugsafninu á Akureyri í dag þar sem hann kynnti starfsemi Niceair 2.0. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þýski athafnamaðurinn Martin Michael tilkynnti í dag að Niceair 2.0 mun bjóða upp á farþegaflug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar tvo daga í febrúarmánuði næstkomandi, fimmtudaginn 19. og sunnudaginn 22. febrúar. Meira hefur ekki verið ákveðið, en væntanlega verður tilkynnt um sumaráætlun félagsins snemma í apríl. Michael kveðst vilja stíga varlega til jarðar en markmiðið sé að bjóða upp á áætlunarflug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar tvisvar í viku allt árið. 

Fram kom í síðustu viku að Michael hygðist endurvekja Niceair og á fundi í Flugsafninu á Akureyri í dag greindi hann frá því að starfsemi Niceair 2.0, eins og hann kallar félagið nú, mun ekki einskorðast við Akureyri heldur verður félagið með starfsemi víða í Evrópu. Meðal annars stefnir hann að því að fljúga frá Þýskalandi til Spánar.

Vert er að segja frá því að nafn félagsins verður Niceair – Michael bætir 2.0 við núna á meðan hann kynnir starfsemina, til þess að ekki fari á milli að um nýtt félag sé að ræða.

Nánar á morgun

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30