Fara í efni
Skógræktarfélag Eyfirðinga

Akureyrarvaka fyrir fróðleiksþyrsta!

Þjóðháttafélagið Handraðinn tekur þátt í viðburðinum 'Rætur - Saga alþýðumenningar frá landnámi til okkar daga'. Mynd: Facebook

Akureyrarvaka, árleg afmælishátíð bæjarins, verður í dag og á morgun. Viðburðir Akureyrarvöku eru fjölmargir, og oft er erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum. Akureyri.net tekur saman hugmyndir að viðburðum fyrir mismunandi áhugasvið eða stemningu, en hér tökum við saman áhugaverða viðburði fyrir fróðleiksþyrsta:

 

Formleg útgáfa nýrrar bókar um Akureyrarveikina og magnaða sögu hennar í bænum, verður haldin í Kvos Menntaskólans á Akureyri í dag, föstudaginn, klukkan 17.00. Hér má lesa meira um málið á Akureyri.net.

Arnar Arngrímsson rithöfundur býður til húslestrar í Einilundi 8e, þar sem hann les upp úr verki í vinnslu og valin ljóð eftir norðlensk skáld. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Eyrarfest er ný hverfishátíð á Oddeyrinni, en hátíðin hefst með gönguferð um hverfið með leiðsögn frá Arnóri Blika Hallmundssyni. Fróðleikur um húsin og sögu hverfisins.

Veðurfölnir býður upp á hvarf aftur í aldir á túni Menntaskólans, en þar er metnaðarfull dagskrá með allskyns uppákomum sem tengjast víkingaöld.

Á Minjasafninu verður heiðursviðburður, en 150 ár eru síðan landflutningar Íslendinga til Vesturheims hófust. Sendiráð Kanada býður upp á léttar veitingar og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú sem er frá Kanada, flytur hugleiðingu um fólksflutninga, sjálfsmynd og gildi sagnamennsku, svo eitthvað sé nefnt. 

Rætur í Kvosinni í Menntaskólanum. Sagt verður frá þróun afþreyingar þjóðar sem byrjar á kveðskap í baðstofunni, sagt frá vikivaka sem stignir voru á vökum í kirkjum landsins og hvaða áhrif alþýðuhljóðfæri eins og harmonikan hafði á alþýðumenningu þjóðarinnar með tilkomu nýrrar tegundar tónlistar og dansa. 

 

Hlekkir á viðburðina: