Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

Markið glæsilega í 500. leik Hallgríms

Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar gegn Silkeborg í gær og fagnar eftir leik. Myndir af X-reikningi KA.

Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði glæsilegt mark fyrir KA í 1:1 jafntefli gegn Silkeborg í Danmörku í gær, í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu, eins og Akureyri.net sagði ítarlega frá. Svo skemmtilega vill til að þetta var 500. skráði keppnisleikur Hallgríms í meistaraflokki skv. vef Knattspyrnusambands Íslands.

Taldir eru leikir á Íslandsmóti, bikarkeppni KSÍ, deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum), Meistarakeppni KSÍ – alls 491 leikur – og Evrópukeppni. Hallgrímur á nú níu leiki að baki með KA í Evrópukeppni. Hann hefur gert þrjú mörk á þeim vettvangi og er orðinn markahæsti KA-maðurinn í Evrópukeppni. Í þessum 500 leikjum hefur Hallgrímur Mar gert 149 mörk skv. skráningu KSÍ.

Hér má sjá skjáskot af vef KSÍ eftir að Evrópuleiknum í gær var bætt við í morgun. 

Akureyri.net í gærkvöldi: