Þórsarar eiga harma að hefna í Keflavík

Þórsarar sækja Keflvíkinga heim í dag í 14. umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Flautað verður til leiks á Keflavíkurvelli (HS Orku vellinum) klukkan 18.
Bæði lið eru í baráttunni um sæti í efstu deild eða í það minnsta umspilssæti um sæti í Bestu deildinni. Þórsarar eru með 23 stig og í fjórða sæti eftir 2:0 sigur á HK í Kópavogi fyrir viku Keflvíkingar eru í sjötta sæti með 21 stig. Þeir unnu Fjölni 5:4 í síðustu umferð.
- Lengjudeild karla í knattspyrnu, 14. umferð
HS Orku völlurinn í Keflavík kl. 18
Keflavík - Þór
Þórsarar náðu sér ekki á strik í fyrri leik liðanna í sumar; Keflvíkingar unnu 4:2 í Boganum í maí.
ÍR er efst í deildinni með 28 stig að loknum 13 umferðum, Njarðvík er með 27 stig, HK 24, Þór 23 sem fyrr segir, Þróttur 22 og Keflavík 21. Grindvíkingar eru svo í sjöunda sæti, sjö stigum á eftir Keflvíkingum.
Efsta liðið að loknum 22 umferðum tryggir sér sæti í Bestu deildinni að ári en næstu fjögur lið fara í umspil um annað laust sæti í deild þeirra bestu.