Fara í efni
KA/Þór

Handbolti, íshokkí, blak og körfubolti

Fjögur af íþróttaliðum bæjarins verða í eldlínunni á heimavelli í dag og tvö á útivelli. Innan bæjarmarkanna eru það bæði karla- og kvennalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí og tvö handboltalið, kvennalið KA/Þórs og karlalið Þórs.

  • 13.30 HK - KA í Digranesi í Kópavogi.

Átta liða úrslit bikarkeppni karla í blaki.

  • 15.00 KA/Þór - Valur í KA-heimilinu.

Efsta deild Íslandsmóts kvenna í handbolta, Olís deildin. Valsliðið er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 15 leiki en lið KA/Þórs er nú í neðsta sætinu með 5 stig að loknum 14 leikjum.

  • 16.00 Þór - HK U í Íþróttahöllinni

Næst efsta deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildin. Þórsarar eru í 2.-3. sæti deildarinnar með 16 stig en HK-ingarnir ungu í næst neðsta sæti með fimm stig. Þór vann fyrri leik liðanna í deildinni í Kópavogi í haust með eins marks mun, 28:27.

  • 16.45 SA Víkingar - Fjölnir í Skautahöllinni

Íslandsmót karla í íshokkí, Hertz-deildin.

  • 17.00 Selfoss - Þór

Næst efsta deild Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar eru í 8. sæti deildarinnar, hafa unnið fimm leiki af 14, en Selfyssingar eru sæti neðar með þrjá sigra í 14 leikjum. Þór vann fyrri leik liðanna í deildinni 93:80 á Akureyri.

  • 19.30 SA - Fjölnir í Skautahöllinni

Íslandsmót kvenna í íshokkí, Hertz-deildin.