Körfubolti: Þórsarar út úr bikarkeppninni

Karlalið Þórs í körfuknattleik er úr leik í bikarkeppni KKÍ, VÍS-bikarnum, eftir 16 stiga tap fyrir Fjölni í Grafarvogi í gærkvöld. Lokatölur urðu 95-79, Fjölni í vil. Christian Caldwell var atkvæðamestur Þórsara eins og í fyrri leikjum liðsins í haust.
Þórsarar byrjuðu betur og voru yfir mestallan fyrsta leikhlutann, leiddu 23-20 að honum loknum. Fljótlega í öðrum leikhluta sigu heimamenn í Fjölni fram úr og náðu mest 16 stiga forskoti, en Þórsarar minnkuðu það í 12 stig áður en fyrri hálfleiknum lauk. Þeir söxuðu síðan á forskotið í upphafi seinni hálfleiks, munurinn minnstur fimm stig, en undir lok þriðja leikhluta og í þeim fjórða sigu heimamenn aftur fram úr og hleyptur Þórsurum aldrei inn í leikinn eftir það. Munruinn að lokum 16 stig.
Fjölnir - Þór (20-23) (32-17) 52-40 (20-20) (23-19) 95-79
Hjá heimamönnum var Sigvaldi Eggertsson atkvæðamestur og stigahæstur með 28 stig, 12 fráköst og 36 framlagspunkta. Christian Caldwell var sem fyrr atkvæðamestur Þórsara, skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og var með 22 framlagspunkta.
Helsta tölfræði Þórsara, stig/fráköst/stoðsendingar:
- Christian Caldwell 24/7/3 - 22 framlagspunktar
- Paco del Aquilla 13/6/3
- Axel Arnarsson 10/2/0
- Smári Jónsson 9/4/5
- Luke Moyer 7/1/4
- Páll Nóel Hjálmarsson 4/0/0
- Týr Óskar Prateksson 3/2/0
- Arngrímur Friðrik Alfreðsson 3/0/0
- Finnbogi Páll Benónýsson 2/2/2
- Pétur Cariglia 2/2/0
- Andri Már Jóhannesson 2/1/0