Í dag: fótbolti, blak, handbolti og körfubolti
Akureyrskir íþróttamenn verða í eldlínunni á nokkrum vígstöðvum í dag; á dagskrá er knattspyrna, blak, handknattleikur og körfuknattleikur. Allir leikir eru í heimabænum nema hvað Þórsarar sækja Sauðkrækinga í Tindastóli heim í bikarkeppni kvenna í körfubolta.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild, A-riðill karla
Boginn kl. 13
Þór4 - Tindastóll
- - -
HK vann KA í KA-heimilinu í gær í fyrri toppslag helgarinnar í Unbroken-deild kvenna í blaki. Liðin eru þar með jöfn á toppi deildarinnar en mætast aftur í dag. Leikurinn fór 3:0 (16:25, 21:25, 23:25).
- Unbroken-deild kvenna í blaki
KA-heimilið kl. 14
KA - HK
- - -
Karlalið Þórs í handboltanum tekur í dag á móti Eyjamönnum
- Olísdeild karla í handknattleik
Íþróttahöllin á Akureyri kl. 15
Þór - ÍBV
ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 umferðir en Þór í 11. sæti með 7 stig. Eyjamenn unnu fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Eyjum í lok september, 30-24.
- - -
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 15
Völsungur - Þór2
- - -
Kvennalið Þórs í körfuknattleik hefur siglt nokkuð auðveldlega í gegnum fyrstu átta leiki sína í 1. deildinni það sem af er tímabili, unnið alla leikina og flesta þeirra með miklum mun. Í dag er hins vegar komið að öllu erfiðara en um leið spennandi verkefni því Þórsliðið sækir Sauðkrækinga heim í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.
Skemmst er að minnast þess að Þórsliðið fór í undanúrslit í keppninni síðast og úrslitaleik 2024.
- VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik
Íþróttahúsið á Sauðárkróki kl. 16:30
Tindastóll - Þór
Lið Tindastóls spilar í Bónusdeildinni og er þar í 8. sætinu eftir tíu umferðir, hefur unnið þrjá leiki.