Fara í efni
Handknattleikur

Þór sækir Völsung heim á Húsavík í dag

Þórsarar sækja að marki Völsungi í fyrri leik sumarsins, þar sem Húsvíkingar unnu 3:1 í Boganum. Mynd: Ármann Hinrik

Þórsarar mæta Völsungum á Húsavík í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Öll lið deildarinnar verða í eldlínunni í dag; sex umferðir eru eftir áður en umspil fjögurra lið um eitt sæti í efstu deild hefst og héðan í frá fara allir leikir hverrar umferðir fram sama dag.

  • Lengjudeild karla í knattspyrnu, 17. umferð
    PCC-völlurinn á Húsavík kl. 18
    Völsungur - Þór

Þórsarar sigruðu Fylki 2:1 á útivelli í síðustu umferð á föstudaginn þar sem Einar Freyr Halldórsson gerði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og Þórsliðið fór við það upp í þriðja sæti; er með 30 stig, ÍR er með 33 og Njarðvík er á toppnum með 34 stig. Svo skemmtilega vill til að Þór mætir ÍR á útivelli á sunnudaginn og tekur síðan á móti Njarðvíkingum  um aðra helgi. Sannarlega spennandi dagar framundan.

Völsungur sigraði Þór í fyrri deildarleik liðanna í sumar, 3:1 í Boganum í byrjun júní. Liðið gerði 2:2 jafntefli við Þrótt á heimavelli í síðasta leik um nýliðna helgi og siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild.