Fara í efni
Golf

Andrea Ýr í þriðja sæti eftir fyrsta dag

Andrea Ýr Gylfadóttir er í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag á Íslandsmótinu í golfi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar er í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í gær á Urriðavelli golfklúbbssins Odds í Garðabæ. Skúli Gunnar Ágústsson lék best akureyrsku karlanna, hann var í 21. - 24. sæti eftir gærdaginn.

Andrea Ýr lék á 72 höggum – einu yfir pari vallarins. Jafnar í 1. sæti eru Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, og Hulda Clara Gestsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, á 70 höggum, einu undir pari.

Skúli Gunnar lék á 74 höggum í gær, þremur yfir pari. Hann lék fyrri níu brautirnar mjög vel, á 34 höggum, en byrjaði seinni hlutann illa, fór 10. braut (sem er par 4) á 7 höggum og alls á 40.

Í karlaflokki eru þátttakendur 104 en 48 í kvennaflokki. Andrea Ýr er eini fulltrúi GA í kvennaflokki en sjö Akureyringar keppa í karlaflokki.

At­vinnukylf­ing­ur­inn Andri Þór Björns­son úr Golfklúbbi Reykjavíkur er með for­ystu í karla­flokki eft­ir fyrsta hring. Hann lék á 67 höggum í gær, fjórum undir pari.

Staða Akureyringa í karlaflokki eftir fyrsta keppnisdag af fjórum er þessi, aftast kemur fram hvenær viðkomandi hefur leiki í dag:

  • 72 – Andrea Ýr Ásmunsdóttir (+1) – 12:00
  • 74 – Skúli Gunnar Ágústsson (+3) – 14:20
  • 75 – Veigar Heiðarsson (+4) – 13:40
  • 80 – Valur Snær Guðmundsson (+9) – 15:50
  • 83 – Óskar Páll Valsson (+12) – 9:20
  • 84 – Tumi Hrafn Kúld (+13) – 14.50
  • 86 – Mikael Máni Sigurðsson (+15) – 7:50
  • 87 – Lárus Ingi Antonsson (+16) – 15:40

Skor keppenda er skráð um leið og keppni á hverri braut er lokið og hægt er að fylgjast með gangi mála á vefnum.

Smellið hér til að sjá tölfræðina í karlaflokki og hér til að fylgjast með kvennaflokknum.