Fara í efni
Gervigreind

Sólríkur flugdagur 1989 og myndir Péturs

Fjölmennt var á flugdeginum. Fremst er Beechcraft C-45H, TF-JME, og í baksýn er Sikorsky HH-17E björgunarþyrla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

SÖFNIN OKKAR – 59

Frá Flugsafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Í safni Flugsafnsins er að finna skemmtilegar myndir frá flugdögum sem haldnir hafa verið á Akureyri og víðar um landið í gegnum tíðina. Að þessu sinni fáum við að gægjast í myndasafn Péturs P. Johnson sem tekið hefur mikið af ljósmyndum af ýmis konar flugi og flugstarfsemi. Myndir Péturs eru varðveittar á Flugsafninu.

Pétur var ritstjóri tímaritsins Flugs um árabil og er jafnframt einn af hollvinum Flugsafnsins, en Örninn – hollvinafélag Flugsafns Íslands er félagsskapur opinn öllum sem hafa áhuga á varðveislu flugsögunnar, og vilja starfa og styðja við starfsemi safnsins.

Flogið var með auglýsingaborða til að minna fólk á Flugdaginn. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Flugdagurinn 1989 var haldinn í blíðskaparveðri þann 22. júlí. Flugmálafélag Íslands og áhugamannafélögin Vélflugfélag Akureyrar, Svifflugfélag Akureyrar, Fallhlífaklúbbur Akureyrar og Flugmódelfélag Akureyrar stóðu fyrir deginum.

Samkvæmt frétt í dagblaðinu Degi bar ýmislegt fyrir augu gesta, sem fjölmenntu á Akureyrarflugvöll, Þar má m.a. nefna Sikorsky „Jolly Green Giant“ björgunarþyrlu Varnarliðsins sem vakti mikla athygli. Á myndum Péturs má sjá að einnig var boðið upp á fallhlífastökk og listflug, og auðvitað var „Þristurinn“ okkar, landgræðsluvélin Páll Sveinsson til sýnis.

Frá því að fyrsti Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn í júní 2000 hefur verið hann verið árviss viðburður. Á deginum er kappkostað að sýna almenningi sem fjölbreyttastar hliðar flugsins, um leið og flugsamfélagið hittist og styrkir tengslin.

Flugdagurinn í ár verður haldinn laugardaginn 21. júní, á sumarsólstöðum og lengsta degi ársins. Sömu helgi fer fram flugkoma (e. fly-in) Vélflugfélags Akureyrar á Melgerðismelum.

Heimildir:

Upplýsingar frá ljósmyndaranum sjálfum og frétt í dagblaðinu Degi 25. júlí 1989, sjá hér: https://timarit.is/page/2688064?iabr=on

Á flugsýningunni mátti m.a. sjá heimasmíðaðar flugvélar, fis og listflugvélar. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Þorgeir Logi Árnason, Húnn Snædal, Svanbjörn Sigurðsson og Steindór Steindórsson. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Meðal þess sem var sýnt á Flugdeginum 1989 var fallhlífastökk. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson. Hún er nú varðveitt og til sýnis í Flugsafninu. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Brugðið á leik. Gestur Einar Jónasson, Einar Páll Einarsson, Skjöldur Sigurðsson og Erlendur Jón Einarsson. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Horft til himins! Gestir fylgjast með listflugi. Ljósmynd: Pétur P. Johnson

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45