Fara í efni
Gervigreind

Hótel Gjá fjármagnað af Íslandsbanka

Fjármögnun klár! Fulltrúar hluthafa og stjórnarmanna Skógarbaðanna komu saman í dag, ásamt starfsfólki Íslandsbanka, þar sem hótelið mun rísa. Í fjarska er lækur sem mun renna í gegnum móttöku hótelsins. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Íslandsbanki hefur veitt Skógarböðunum framkvæmdalán til fjármögnunar á 120 herbergja hóteli með heilsulind, veitingaaðstöðu og ráðstefnusal. Hótelið verður nefnt Gjá og gert er ráð fyrir að verklok verði á árinu 2027. Þá verða ársstörf við Skógarböðin orðin um 120.

„Rekstur Skógarbaðanna hefur gengið vel frá opnun og er tilkoma þeirra mikið framfara skref fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Margt heimafólk hefur keypt vetrarkort í böðin og hefur aðsókn heimafólks verið ein helsta forsenda velgengni baðanna,“ segir í tilkynningu um fjármögnunina. „Nú er í fyrsta skiptið boðið upp á árskort í böðin en talsvert hefur verið óskað eftir slíku af heimafólki. Allir hluthafar koma frá svæðinu hér á Akureyri og hafa sterka tengingu við það og vilja stuðla að frekari uppbyggingu þess. “

Ekki er áætlað að greiða út arð úr rekstri Skógarbaða næstu árin heldur á arðsemi rekstursins að renna inn í nýtt hótelverkefni.

„Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að fylgjast með uppbyggingu Skógarbaðanna sem hafa stutt við kröftuga ferðaþjónustu á Norðurlandi,“ segir Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri. „Með byggingu á glæsilegu hóteli við Skógarböðin eru enn frekari skref stigin í því að gera Norðurlandið að spennandi áfangastað. Íslandsbanki vill vera hreyfiafl til góðra verka og er þetta verkefni gott dæmi um það en bankinn hefur verið þátttakandi í vegferð Skógarbaðanna frá upphafi. Samstarfið hefur verið mjög gott og eigendur og stjórnendur eiga mikið hrós skilið fyrir framkvæmd verkefnisins. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir Jón Birgir.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45