Fara í efni
Framhaldsskólar

KA í Mosfellsbænum og Þór í Breiðholtinu

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA og Ingimar Torbjörnsson Stöle, á myndinni til vinstri, en til hægri eru Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs og aðstoðarþjálfarinn Sveinn Leó Bogason. Myndir: Ármann Hinrik

Karlalið bæjarins í knattspyrnu leika bæði á Íslandsmótinu í dag, Þórsarar sækja ÍR-inga heim í toppslag næst efstu deildar klukkan 16 og klukkustund síðar hefja KA-menn og Afturelding leik í Mosfellsbæ.

KA náði sér í dýrmæt stig í síðustu umferð með 1:0 sigri á ÍBV á heimavelli og er í áttunda sæti Bestu deildarinnar að 18 umferðum loknum. KA hefur 22 stig eins og FH, sem er hins vegar með mun betri markatölu og telst því sæti ofar. Baráttan í neðri hluta deildarinnar er æsispennandi; KA er tveimur stigum frá fallsæti og þremur stigum frá sjötta sætinu, því síðasta í efri hlutanum. Deildinni verður sem kunnugt er skipt í tvennt að 22 umferðum loknum.

  • Besta deild karla í knattspyrnu, 19. umferð
    Varmárvöllur í Mosfellsbæ kl. 17
    Afturelding - KA

KA vann fyrri leik liðanna í deildinni 1:0 á Akureyri í maí.

Staðan í Bestu deildinni

Leikur ÍR og Þórs er í 18. umferð deildarinnar. Í síðustu umferð sigruðu Þórsarar lið Völsungs 5:2 á Húsavík en ÍR-ingar töpuðu 3:1 fyrir Þrótturum. Liðin höfðu því sætaskipti; bæði eru með 33 stig en Þórsarar í öðru sæti vegna betri markatölu. Njarðvíkingar eru efstir með fjórum stigu meira. Þeir fá Þróttara í heimsókn í dag. 

  • Lengjudeild karla í knattspyrnu, 18. umferð
    AutoCentre-völlurinn í Breiðholti kl. 16
    ÍR - Þór

Liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri deildarleiknum snemma í júní íBoganum. 

Staðan í Lengjudeildinni