Fara í efni
Birkir Blær Óðinsson

Miklar tilfinningar í Idol – MYNDIR

Jón Óðinn Waage, faðir Birkis Blæs, og Inga Björk Harðardóttir, eiginkona Jóns, skömmu eftir að tilkynnt var að Birkir hefði sigrað í Idol keppninni í gærkvöldi. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Fjölskylda Birkis Blæs Óðinssonar fagnaði að vonum gríðarlega þegar tónlistarmaðurinn ungi sigraði í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í gærkvöldi. Stór hópur ættingja Birkis var í Globen höllinni (Avicii Arena) í Stokkhólmi þar sem úrslitaþátturinn fór fram, þar á meðal foreldrar hans og makar þeirra.  Myndir Guðmundar Svanssonar segja meira en mörg orð um stemninguna. Myndasyrpa var fyrst birt fljótlega eftir að keppni lauk í gærkvöldi en fleiri myndum hefur nú verið bætt við. Sjón er sögu ríkari!