Fara í efni
Birkir Blær Óðinsson

Birkir Blær gefur út nýtt lag – Thinking Bout You

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær sendi frá sér nýtt lag á miðnætti. Lagið, Thinking Bout You, er að hans sögn í Neo-Soul stíl, Birkir samdi bæði lag og texta og sá sjálfur um útsetningu, hljóðfæraleik og upptöku.

Birkir vakti mikla athygli í lok árs 2021 þegar hann sigraði í Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í Svíþjóð. Síðan þá hefur hann búið í Stokkhólmi og unnið við tónlist þar.

Lagið má finna á öllum helstu streymisveitum, til dæmis á Spotify. Slóðin þangað er þessi:  https://open.spotify.com/album/3872UgGnTIh1VRky1OnqFs?si=tIzZzV8OTkuwTWvA8XIcxA