Fara í efni
Birkir Blær Óðinsson

BIRKIR SIGRAÐI Í SÆNSKA IDOL!

Sigurstundin! Birkir Blær Óðinsson, þáttarstjórnandinn Pär Lernström og Jacqline Mossberg Mounkassa á sviðinu í Globen. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Birkir Blær Óðinsson sigraði í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4! Úrslitin voru tilkynnt rétt í þessu. Birkir og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu í úrslitaþættinum í kvöld.

Frábær árangur það hjá þessum 21 árs snjalla Akureyringi. Innilega til hamingju, Birkir Blær!

Nánar á eftir.

Birkir söng eitt lag - Weightless, sem bæði hann og Jaqline og fluttu í úrslitaþættinum - eftir að hann hafði verið lýstur sigurvegari í kvöld. Skjáskot af TV4.