Fara í efni
Birkir Blær Óðinsson

Birkir, dómarar, Ódi og Elvý – MYNDBAND

Birkir Blær Óðinsson er kominn í fjögurra manna úrslit í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4, eins og Akureyri.net hefur greint frá.

Hér má sjá skemmtilegt myndband, lengra og ítarlegra en það sem birtist af Birki syngja í gær. Hér eru hjartnæm samtöl þáttastjórnandans, Pär Lernström, við Birki og föður hans, Jón Óðinn Waage, í sjónvarpssal, og móður hans, Elvý Guðríði Hreinsdóttir, sem var heima á Akureyri. Þá tjá dómararnir sig og hrósa Birki eins og orðið er fastur liður í þáttunum! Og Birkir flytur hér að sjálfsögðu lagið frá því á föstudag, James Arthur lagið Finally.