Fara í efni
Birkir Blær Óðinsson

Birkir Blær syngur þrjú lög í kvöld

Úrslitaþáttur sænsku Idol söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV4 hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma og spennan því að magnast!

Okkar maður, Birkir Blær Óðinsson og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa keppa til úrslita. Þau flytja þrjú lög hvort; Birkir syngur All I Ask sem breska söngkonan Adele gerði frægt, James Brown lagið It's A Man's Man's Mans' World, sem Birkir söng svo frábærlega fyrr í keppninni, og bæði syngja þau Weightless, lag sem samið var sérstaklega fyrir keppnina.