Fara í efni
Birkir Blær Óðinsson

„Birkir, allir hér inni elska þig!“

Birkir syngur James Brown lagið It's A Man's Man's Mans' World í Stokkhólmi í kvöld. Skjáskot af TV4.

Birkir Blær Óðinsson hefur sungið tvö af þremur lögum í úrslitaþætti sænsku Idol söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV4. Fyrst flutti hann Adele-lagið All I Ask og síðan James Brown-lagið It's A Man's Man's Mans' World. Dómararnir hrósuðu honum mikið í bæði skiptin, eins og þeir hafa reyndar alltaf gert. „Birkir, hér eru 10 þúsund manns og allir hér inni elska þig!“ sagði einn dómaranna, Katia Mosally og hinir spöruðu heldur ekki stóru orðin. 

Keppinautur Birkis í kvöld, hin sænska Jacqline Mossberg Mounkassa, er búin að flytja eitt lag af þremur og hlaut líka mikið lof frá dómurunum. Flottir listamenn, bæði tvö.

Katia Mosally, einn dómaranna í Idol, skemmti sér konunglega eins og hinir þrír og hrósaði Birki í hástert.

Birkir flytur fyrsta lagið í kvöld, Adele-lagið All I Ask.