Fara í efni
Umræðan

Umdeilt atvik og enn verður bið eftir bikarnum

Ívar Örn Árnason fyrirliði var eðlilega súr á svip þótt hann hafi fengið afhenta ávisun upp á 500.000 krónur fyrir annað sætið í keppninni. Bikarinn var það eina sem skipti máli. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Enn verður bið á því að Akureyringar verði bikarmeistarar í knattspyrnu. KA-menn töpuðu úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar dag fyrir Víkingum, sem fögnuðu þar með sigri í keppninni í fjórða skipti í röð. Úrslitin á Laugardalsvelli urðu 3:1.

Staðan var 1:0 fyrir Víkinga í hálfleik og þeir komust í 2:0 eftir rúmlega 70 mínútna leik eftir mjög umdeilda aukaspyrnu. Svo virtist sem KA-maðurinn Rodri næði boltanum fullkomlega rétt utan við vítateigshornið hægra megin en aðstoðardómarinn kom þeim skilaboðum til dómarans að um brot hefði verið að ræða og Rodri fékk að auki gult spjald. Víkingar gerðu annað markið eftir aukaspyrnuna.

Ívar Örn Árnason minnkaði muninn í 2:1 á 82. mínútu og KA-menn eygðu von en aðeins tveimur síðar gerðu Víkingar út um leikinn með þriðja markinu.

Atvikið umdeilda er á myndunum hér að neðan! Rauður sólinn á skóm KA-mannsins Rodris á leið í boltann áður en Víkingurinn kom við hann.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Meira síðar

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53